top of page

Tónleikar og viðburðir 2023

Writer: Anna HugadóttirAnna Hugadóttir

28. janúar - Luzrezia Orsina Vizzana: Componimenti Musicali

Tónleikaárið 2023 hófst með flutningi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk og einsöngvara á mótettusafninu Componimenti Musicali eftir Lucreziu Orsinu Vizzana.Tónleikarnir, sem haldnir voru í samstarfi við Tónleikasyrpuna 15:15 í Breiðholtskirkju, voru haldnir í tilefni 400 ára ártíðar útgáfu safnsins og voru frumflutningur verkanna á Íslandi. Tónleikarnir voru styrktir af Tónlistarsjóði.


18. apríl - Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Tónskóli Sigursveins heldur árlega stórtónleika á Barnamenningarhátíð í Eldborgarsal Hörpu í samstarfi við rúmlega 30 leikskóla í Reykjavík. Um 700 börn taka þátt í verkefninu, sem í ár er helgað lagasmíðum Ragnhildar Gísladóttur tónskálds, tónmenntakennara og tónlistarkonu.


21. maí - Barokkbandið Brák í Hallgrímskirkju

Barokkbandið Brák flytur Krýningarmessu Mozarts ásamt fleiri verkum í samstarfi við Kór Hallgrímskirkju.


12.-15. júlí - Duo Borealis: Hljóðheimur víólunnar

Víóludúóið Duo Borealis skipað Önnu Hugadóttur og Annegret Mayer-Lindenberg fer í tónleikaferð um Vesturland og til Þýskalands í tilefni 20 ára starfsafmælis. Leikið verður á óhefðbundnum tónleikastöðum og mismunandi hljómburður staðanna nýttur til hins ítrasta. Nánari upplýsingar væntanlegar! Tónleikaferðin er styrkt af Tónlistarsjóði og Menningarsjóði FÍH.


Aðrir viðburðir á árinu


- The Boys are singing, samstarf Drengjakórs Reykjavíkur og Sofia Boys Choir

Drengjakór Sofiuborgar, Sofia Boys Choir, sækir Drengjakór Reykjavíkur heim í byrjun júní. Heimsóknin er liður í stærra verkefni sem er Drengjakórahátíðin The Boys are singing. Haldnir verða þrennir tónleikar í Reykjavík, á Suðurlandi og Suðurnesjum. Íslandshluti hátíðarinnar er styrktur af EEA Grants og Tónlistarsjóði. Fylgist með á www.drengjakor.is

- Forntónlistarhátíðin Kona 2023: Barokk í Breiðholtinu

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir forntónlistarhátíðinni Kona í þriðja sinn, nú í samstarfi við menningar- og menntastofnanir í Efra Breiðholti. Á dagskrá hátíðarinnar verða fjölskyldutónleikar með þátttöku barna og ungmenna, fyrirlestur og kvöldtónleikar þar sem flutt verður mótettusafnið Componimenti Musicali eftir Lucreziu Orisinu Vizzana. Hátíðin er styrkt af Tónlistarsjóði. Fylgist með á www.facebook.com/reykjavikbarokk


- Unison Strings Festival, Ilulissat

Ég verð einn kennara og tónlistarflytjenda á strengjahátíðinni Unison Strings sem stefnt er að halda í Ilulissat á Grænlandi í október næstkomandi. Hátíðin stefnir saman nemendum og kennurum frá Grænlandi, Danmörku, Íslandi og Færeyjum í stórbrotnu umhverfi. Fylgist með á www.unisonstrings.dk.













 
 
 

Recent Posts

See All

Viðburðir og verkefni 2025

Árið 2025 kem ég víða við, sem kennari, hljóðfæraleikari og verkefnastjóri. Ég starfa sem fyrr við Tónskóla Sigursveins sem fiðlu-,...

Á döfinni 2024

Gleðilegt ár og takk fyrir samfylgdina á því liðna! Árið 2023 var annasamt og fjölbreytt. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk frumflutti...

Komentar


ANNA

HUGA

Anna Hugadóttir
Bergþórugötu 25,
101 Reykjavík
Íslandi / Iceland
Tel: 00354 6943592

ARFURINN 2 Starfsmenntunarsjóður FÍH styrkti verkefnið og er verkefnið einnig unnið að hluta til fyrir starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Logo - FÍH.png
LL_logo_white_screen.png

GREIÐSLUR

Annahuga.is býður upp á greiðslu með millifærslu. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum þegar gengið er frá kaupum

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari og Páll Hannesson kontrabassaleikari fyrir yfirlestur og góð ráð við gerð útsetninganna og

Tómas Eric hjá Onit - Multimedia fyrir uppsetningu efnisins og gerð nýrrar vefsíðu. 

© 2021 - 2024  |    Allur réttur áskilinn

bottom of page