top of page

Viðburðir og verkefni 2025

Writer: Anna HugadóttirAnna Hugadóttir

Árið 2025 kem ég víða við, sem kennari, hljóðfæraleikari og verkefnastjóri. Ég starfa sem fyrr við Tónskóla Sigursveins sem fiðlu-, forskóla- og hljómsveitakennari. Haustið 2024 hóf ég störf við Drengjakór Reykjavíkur og stýri þar undirbúningsdeild eða kórforskóla fyrir 6-7 ára drengi.


Þann 15. febrúar hélt ég fyrirlestur í Listaháskólanum í félagi við Diljá Sigursveinsdóttur um verkefni, efnistök og áherslur Kammerhópsins ReykjavíkBarokk. Fyrirlesturinn var hluti af fjölþjóðlegu BIP námskeiði LHÍ og erlendra tónlistarháskóla sem hverfist um óperuna La liberazione di Ruggiero eftir ítalska tónskáldið Francescu Caccini.


Dagana 9.-11. maí nk. ferðast verkefnið Krakkabarokk austur á Hvolsvöll þar sem ReykjavíkBarokk mun vinna með nemendum úr Tónlistarskóla Rangæinga og kór Hvolsskóla að fjölskyldudagskrá sem flutt verður í Selfosskirkju sunnudaginn 11. maí kl. 15.


Kona forntónlistarhátíð verður haldin í Þjóðminjasafni Íslands í 11., 12. og 19. október nk. í samstarfi við safnið. Munu viðburðir hátíðarinnar kallast á við muni úr grunnsýningu safnsins á ýmsan hátt og verður m.a boðið upp á leiðsögn í tengslum við staka tónleika.


Krakkabarokk er styrkt af Barnamenningarsjóði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Kona forntónlistarhátíð er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og styrkt af Tónlistarsjóði.


Barnamenning verður fyrirferðarmikil á þessu ári en eins og í fyrra stýri ég hljómsveit Tónskólans á stórtónleikum Leikskólaverkefnisins í Eldborgarsal Hörpu. Í ár var öllum leikskólum í Reykjavík boðin þátttaka og kemur um helmingur þeirra fram með hljómsveit TSDK þann 8. apríl. Einnig mun fiðluhópur Fellaskóla koma fram á tónleikum þann 9. apríl í Fella- og Hólakirkju.


Þann 10. apríl höldum við Lilja Eggertsdóttir píanóleikari hádegistónleika í Fríkirkjunni í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Nefnast tónleikarnir "Stolin stef" og eru helgaðir verkum umskrifuðum fyrir víólu og píanó. Á efnisskrá eru verk eftir Franck, Rachmaninov og Schumann svo eitthvað sé nefnt.


23.október - 3. nóvember held ég að öllum líkindum til Grænlands til að kenna á Unison Strings hátíðinni og hef með mér 8 íslenska strengjanemendur í það ævintýri.


Einnig er í undirbúningi nýtt verkefni okkar Annegretar Mayer-Lindenberg um nýja tónlist fyrir tvær víólur. Meira um það síðar!


Ég óska öllum góðs tónlistarárs!











 
 
 

Recent Posts

See All

Á döfinni 2024

Gleðilegt ár og takk fyrir samfylgdina á því liðna! Árið 2023 var annasamt og fjölbreytt. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk frumflutti...

Tónleikar og viðburðir 2023

28. janúar - Luzrezia Orsina Vizzana: Componimenti Musicali Tónleikaárið 2023 hófst með flutningi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk og...

Comments


ANNA

HUGA

Anna Hugadóttir
Bergþórugötu 25,
101 Reykjavík
Íslandi / Iceland
Tel: 00354 6943592

ARFURINN 2 Starfsmenntunarsjóður FÍH styrkti verkefnið og er verkefnið einnig unnið að hluta til fyrir starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Logo - FÍH.png
LL_logo_white_screen.png

GREIÐSLUR

Annahuga.is býður upp á greiðslu með millifærslu. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum þegar gengið er frá kaupum

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari og Páll Hannesson kontrabassaleikari fyrir yfirlestur og góð ráð við gerð útsetninganna og

Tómas Eric hjá Onit - Multimedia fyrir uppsetningu efnisins og gerð nýrrar vefsíðu. 

© 2021 - 2024  |    Allur réttur áskilinn

bottom of page