top of page
anna_antjetaiga_2021_19.jpg
Frábæra, bæra

UM LÖGIN

Sálmurinn Frábæra, bæra er eftir Sr. Jón Þorsteinsson píslarvott (1570-1627) úr Vestmannaeyjum en hann var svo nefndur vegna þess að hann var veginn í Tyrkjaráninu. Kvæðið lýsir fæðingu Jesú Krists á jólanótt að viðstöddum englaskara og hljóðfæraslætti. 

Lagið á sér forvitnilegan uppruna þar sem það er upphaflega tenórrödd úr fjögurra radda jólamótettu, Gaudete psallentes. Hér má heyra Kammerkórinn Carmina flytja mótettuna við sálm Jóns Þorsteinssonar. 

Tenórröddin öðlaðist sjálfstætt líf á Íslandi, varð að þjóðlagi og er að finna í sex íslenskum handritum, þar á meðal Hymnodiu. Hér má heyra sönghópinn Hymnodiu syngja laglínuna.

 

UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin er byggð á fimmundinni d-a. Fylgirödd 1 heldur stöðugum takti en flaututónar, bæði náttúrulegir og fingrasettir, eru áberandi í öðrum fylgiröddum. Flaututónarnir gefa tónlistinni ójarðneskan og gegnsæan blæ. Fingrasettir flaututónar í fylgirödd 3 eru töluverð áskorun fyrir sellista sem þurfa að notast við þumalstillingu á köflum. Fylgirödd 3 er því skrifuð út í tvennu lagi fyrir selló, annars vegar á flaututónum og hins vegar hljómandi. Fylgirödd 3 er skrifuð út hljómandi fyrir kontrabassa af sömu ástæðu. 

Taktskipti eru úr 3/4 yfir í 4/4, púlsinn helst sá sami. 

 

TILBRIGÐI

Útsetningin er í tveimur hlutum. Hægt er að flytja einungis annan hlutann og endurtaka ef syngja á bæði erindin. Einnig er hægt að leika fyrra erindið án fylgiraddar 3 og seinna erindið tutti og nota þá 1. eða 2. hluta fylgiraddar 3, allt eftir því sem hentar betur. Hægt er að spinna á langspil með útsetningunni og stilla þá strengina í hreina fimmund, d og a.

 

HLEKKIR

Raddskrá-dæmi                                         Einföld raddskrá – mp3

Frábæra, bæra

1.500krPrice
  • Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

LL_logo_white_screen.png
bottom of page