UM LÖGIN
Hátíð fer að höndum ein lýsir eftirvæntingunni í aðdraganda jóla þegar fólk tendrar ljós og bíður eftir því að hátíðin gangi í garð. Í bók sinni Íslensk þjóðlög segist Bjarni Þorsteinsson hafa lært lagið í Ólafsfirði og sé það „talsvert fornlegt“.
Kvæðið var fyrst prentað árið 1891 í fyrsta tölublaði Kirkjublaðsins en eldri ritaðar heimildir eru ekki til um lagið. Hér heyrum við Önnu Þórhallsdóttur syngja lagið og leika undir á langspil
UM ÚTSETNINGUNA
Útsetningin byggir á einföldum hljómagangi. Lagið er spilað tvisvar, í fyrra skiptið við þjóðvísuna en það seinna við síðasta erindi kvæðis Jóhannesar úr Kötlum Fylgirödd 1 þarf að ráða við einfaldar fingrasetningar. Bindibogar (legato) eru áberandi í útsetningunni en strokin má einfalda ef þörf er á. Langt komnir kontrabassaleikarar geta reynt sig við selló fylgirödd 3 (hljómar 8und neðar) og eins geta hljóðfæraleikarar sem ekki treysta sér í áttundupartana í seinni hluta fylgiraddar 3 leikið fyrri hlutann aftur.
TILBRIGÐI
Útsetningin byggir á einföldum hljómagangi. Lagið er spilað tvisvar, í fyrra skiptið við þjóðvísuna en það seinna við síðasta erindi kvæðis Jóhannesar úr Kötlum Fylgirödd 1 þarf að ráða við einfaldar fingrasetningar. Bindibogar (legato) eru áberandi í útsetningunni en strokin má einfalda ef þörf er á. Langt komnir kontrabassaleikarar geta reynt sig við selló fylgirödd 3 (hljómar 8und neðar) og eins geta hljóðfæraleikarar sem ekki treysta sér í áttundupartana í seinni hluta fylgiraddar 3 leikið fyrri hlutann aftur.
HLEKKIR
Hátíð fer að höndum ein
Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum. Vinsamlega lesið skilmála okkar um notkun efnis