top of page

ARFURINN II

ARFURINN 2: Hátíð fer að höndum ein er safn 6 sveigjanlegra útsetninga á íslenskum þjóðlögum sem tengjast jólum og áramótum.

Safnið er sjálfstætt framhald ARFSINS sem kom út vorið 2021 og er sett upp á sama hátt.

 

Smellið á heiti útsetningar til að fá meiri upplýsingar um lagið/lögin, útsetninguna og tilbrigði í flutningi. Hægt er að sjá dæmi úr raddskrá með öllum röddum og heyra alla útsetninguna í einfaldaðri útgáfu. 

 

Hverri útsetningu fylgja:

-Tvær raddskrár - einföld 4 radda raddskrá í G lykli og raddskrá með öllum röddum

-Allar raddir og fylgiraddir útskrifaðar fyrir fiðlu, víólu, selló og kontrabassa á pdf formi

-Lagið á nótum með texta 

-Midi-hljóðskrár fyrir alla parta og einfaldaða raddskrá á mp3 formi

-Hugmyndir að æfingum og upphitun

 

Hægt er að kaupa staka útsetningu á 1500 krónur eða allt safnið á 6000 krónur til niðurhals.

Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

bottom of page