top of page

Nám

Anna nam fiðlu og víóluleik við Tónskóla Sigursveins og fór þaðan til framhaldsnáms í Hollandi þar sem hún stundaði víólunám hjá Gisellu Bergman við Fontys Conservatorium í Tilburg. Hún lauk þaðan B.A. prófi haustið 2006 með kammermúsík og strengjakennslu sem aðalfög.

Veturna 2015-2016 og 2017-2018 stundaði Anna nám í hljómsveitar- og kórstjórn við Norges Musikkhøyskole i Osló. Anna hefur sótt ýmis námskeið og einkatíma í víóluleik, barokkvíóluleik, kammermúsík og strengjakennslu, m.a. hjá Ervin Schiffer, Lars Anders Tomter, Nobuko Imai, Svövu Bernharðsdóttur, Önnu Kreetu Gribacevic, Seppo Reinikainen, Sigurbirni Bernharðssyni og Jan Willem de Vriend. Vorið 2021 lauk Anna meistaragráðu í söng- og hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands með barokkvíólu sem aukafag.

anna_antjetaiga_2021_12.jpg

Kennsla

Anna hefur starfað sem tónlistarkennari síðan 2002 bæði innanlands og utan. Hún hefur kennt á fiðlu og víólu í einka- og hóptímum af ýmsu tagi, kennt kammermúsík, stjórnað strengjasveitum og tónlistarsmiðjum. Anna starfar nú sem fiðlukennari í samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og Fellaskóla um hljóðfæranám á skólatíma og kennir forskóla, á fiðlu og á víólu - einnig við Tónskóla Sigursveins. 

Hljóðfæraleikur

Anna starfar sem  (barokk) víóluleikari í lausamennsku og hefur leikið með fjölda kammerhópa og hljómsveita á Íslandi og erlendis þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, múm, barokkbandinu Brák, Romerike sinfonietta, Barokkanene, Duo Borealis og píanistanum Lilju Eggertsdóttur. Anna er einn stofnmeðlima kammerhópsins ReykjavíkBarokk, leikur á víólu með hópnum og sinnir verkefnastjórn. 

bottom of page