Skilmálar & persónuverndarstefna
Öryggi og persónuvernd á vefnum
Þegar þú notar vefsíðuna www.annahuga.is verða til upplýsingar um heimsókn þína. Www.annahuga.is virðir friðhelgi persónuupplýsinga viðskiptavina. Þeim upplýsingum munum við ekki miðla til annarra undir neinum kringumstæðum. Með því að heimsækja og nota vefinn www.annahuga.is lýsir þú þig samþykkan skilmálum síðunnar um persónuvernd og öryggi.
Verð í vefverslun
Öll verð í vefverslun okkar eru gefin upp til skatts og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Við áskiljum okkur rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð hefur verið gefið upp. Ef samið er um afhendingu prentaðra nótna er sendingarkostnaður innanlands ekki innifalinn í vöruverði og greiðist af viðskiptavini nema um annað sé samið.
Vöruverð kann að breytast án fyrirvara.
Greiðsla í vefverslun
Viðskiptavinur getur greitt með kredit- eða debetkorti og fara kortafærslur í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Ef viðskiptavinur óskar eftir greiðslu með millifærslu skal hafa samband á netsíðunni (hlekkur á kontaktform) og greina frá hvaða útsetningu óskað er eftir.
Afhendingartími
Varan er seld til niðurhals. Niðurhalskóðinn gildir í viku frá kaupum. Tækniörðugleikar á síðunni www.annahuga.is eða hjá kaupanda geta haft áhrif á afhendingu. Ef kaupandi lendir í vandræðum með niðurhal að kaupum loknum skal hafa samband (hlekkur á kontaktform) og við gerum okkar besta til að leysa málið fljótt og vel.
Skila- og skiptiréttur
Varan er seld til niðurhals og því er hvorki skila- né skiptiréttur á vörunni eftir að henni hefur verið hlaðið niður af kaupanda. Ef kaupanda snýst hugur áður en niðurhalskóðinn hefur verið notaður og áður en hann fellur úr gildi er varan endurgreidd að fullu. Hafið samband ef það á við. (hlekkur á kontaktform)
Ábyrgð - Gölluð vara
Seljandi veitir viðskiptavinum 2 ára ábyrgð í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Sé vara sannarlega gölluð skal hafa samband (kontaktform) og gallanum lýst. Gölluð vara getur verið endurgreidd sé þess óskað og um það samið. Ábyrgð seljanda takmarkast við bilanir/galla sem framleiðanda eða seljanda verður ekki kennt um, svo sem af völdum flutnings, rangri meðferð/misnotkun, slöku viðhaldi, slysi/óhöppum, náttúruhamförum o.s.frv. Einnig takmarkast hún við óbeint tjón sem kann að hljótast vegna galla á vöru. Almenn skilyrði fyrir ábyrgðinni gilda, s.s. að galli sé tilkynntur strax og hans verður vart. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Vöruafhending
Niðurhalskóði berst samstundis að loknum kaupum. Kaupandi stýrir vöruafhendingu sem fer að öllu jöfnu fram innan við viku frá kaupum eða eins lengi og niðurhalskóðinn er í gildi.
Höfundaréttur og vörumerki
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á vefsíðunni www. annahuga.is eru eign www.annahuga.is eða birgja sem fyrirtækið verslar við. Afritun og endurdreifing á heildarútgáfu útsetninga er stranglega bönnuð og þær má ekki endurselja. Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt innan skóla og með nemendum. Heimilt er að breyta og aðlaga útsetningarnar aðstæðum.
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála í samningi þessum skal túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur um skilmála þessa og er talið fullreynt að leysa milli viðskiptavina og www.annahuga.is skal máli vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum og skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þó skilmálar sem þessir geti aldrei verið fullnaðar upptalning á öllu því sem upp kann að koma í samskiptum kaupanda og seljanda heitum við hjá www.annahuga.is því að reyna okkar ítrasta til að leysa úr öllum þeim atvikum/atriðum sem upp kunna að koma á heiðarlegan og sanngjarnan hátt fyrir báða aðila.
www.annahuga.is áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.