Um lögin
Lögin í þessari útsetningu eru kvæðalög eða stemmur við ferskeytlur sem allar hafa sterka tengingu við náttúruna. Lögin eru fengin úr ýmsum áttum:
-
Dýravísur eru skrifaðar upp eftir minni. Kvæðið er eignað Jóni Steinssyni Bergmann.
-
Dýrin víða vaknað fá eru úr Númarímum eftir Sigurð Breiðfjörð. Lagið er skrifað upp eftir hljóðriti; Jónas Benedikt Bjarnason kveður.
-
Straumur reynir sterkan mátt er fengið úr Segulböndum Iðunnar (lagboði 218). Vísuna orti Baldvin Halldórsson frá Þverárdal eða Baldvin Jónsson skáldi og stemmuna á Árni Árnason gersemi. Kjartan Hjálmarsson kveður.
Efnisyfirlit:
Um útsetninguna
Formið á þessir útsetningu er rondo ABACA og aðalþemað eru taktskipti í hefðbundnum ferskeyttum bragarhætti: 4,3,4,2.
Lögin eru öll í D dúr nema Straumur reynir sterkan mátt þar sem bæði koma fyrir Fís og F. Fylgirödd 1 styður við taktskiptin með fimmund á fyrsta slagi hvers takts sem spila má divisi ef vill.
Það er bjart yfir þessum vísum og útsetningin ber svip af því; flaututónar og trillur í fylgirödd 3 lýsa hljóðmyndina.
Tilbrigði
Útsetninguna má leika í heild sinni eða stök lög. Hægt er að breyta röð laganna og endurtaka að vild.
Öll lögin virka sem kvæðalög /stemmur við allar ferskeyttar vísur. Prófið að finna fleiri vísur sem passa!
Þessa útsetningu má fjölfalda til eigin nota en ekki í ágóðaskyni.Útsetningunni má breyta og aðlaga nemendahópum ef höfundar er getið.
This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License
Æfingar og upphitun
Þessi útsetning er tilvalin til að æfa taktskipti.
1. Sláum taktinn
Lærum að slá 2, 4 og 3. Skiptumst á að stjórna hvert öðru á lausum streng eða á hljómi að eigin vali. Prófum að skipta um takt en halda púlsinum.
2. Taktskipti 4 2 4 3
a) Spilum fyrsta slagið í hverjum takti á niðurstroki, teljum hin slögin upphátt með.
b) Fyllum upp í taktana en spilum fyrsta slagið áfram á niðurstroki (ath upp-upp í 3/4 taktinum)
c) Prófum fleiri rytma með breytilegum takti, t.d.
3. Trillur og mordent – fyrir lengra komna
Athugið: Stærri hljóðfæri kalla á stærri grip og fleiri stillingaskipti og sverir strengir svara seint. Því er þessi æfing meiri áskorun fyrir selló og bassaleikara en fiðlu- og víóluleikara. Aðlagið æfingarnar ykkar hópi miðað við hljóðfærasamsetningu og getustig. Það getur verið nóg að gera hana bara á tveimur nótum.
a) Spilum D dúr og setjum mordent á hverja nótu (innan tóntegundar). Hvílum bogann á strengnum milli nótna og spilum frá streng með örlitlu biti
osfrv.
b) Setjum öfugan mordent á hverja nótu:
osfrv.
c) Byggjum upp trilllur:
Þessa æfingu má gera á hvaða nótu sem er og með þeim fingrasetningum sem henta viðkomandi hljóðfæri.