top of page
Um lögin

Útburðir og ókindur

Um lögin

Lögin í þessari útsetningu eru Móðir mín í kví kví og Ókindarkvæði. 

 

Móðir mín í kví, kví er skrifað upp eftir minni. Kvæðið er lagt í munn útburði, afturgöngu barns sem ásækir móður sína eftir að hún bar það út til að deyja. Kvæðið er gömul þjóðvísa.

 

Ókindarkvæði er einnig skrifað upp eftir minni með hliðsjón af uppskrift Bjarna Þorsteinssonar að kvæðinu sem hann lærði árið 1898 af Ólafi Davíðssyni á Hofi í Hörgárdal. 

 

Ókindarkvæði segir frá óþekktaranga sem lendir í klóm skrímslis sem lemur hann sundur og saman þar til honum er bjargað á síðustu stundu. Kvæði eins og Ókindarkvæði eru kallaðar barnafælur og áttu að hræða börn til hlýðni. Björg Pétursdóttir frá Kirkjubæ í Tungu í Fljótsdalshéraði orti kvæðið og kvað það við dóttur sína Sigríði eins og sést á síðasta erindinu;

 

Ókindarkvæðið endar nú hér —
en Sigríður litla, sjáðu að þér.

Um útsetninguna
Æfingar
Tilbrigði

Um útsetninguna

Í þessari útsetningu eru notaðar ýmsar aðferðir til að lita laglínuna eftir efni kvæðanna. Fjölbreytt tækni og ómstríð tónbil undirstrika óhugnaðinn, samanber samstíga tvíundir sul ponticello í Móðir mín í kví kví og Bartók pizz., col legno battuto og glissando upp í flaututóna í Ókindarkvæði. Hægt er að leika sér mikið með hraða og styrkleikabreytingar í Móðir mín í kví kví og læt ég nemendum og kennurum eftir að ákveða hvernig hægt er að gera flutninginn sem áhrifaríkastan!

 

Útsetningunni fylgir spunarödd með tónefni; flaututónum í Móðir mín í kví kví og Bartók pizz. í Ókindarkvæði.

Hvetjið nemendur til að prófa sig áfram með tónefnið, rugla röðinni á tónunum, skipta út nótnagildum og skoða hvernig hægt er að lita tónlistina með hljóðunum. 

Athugið að fylgirödd 1 er skráð divisi á c og g í Móðir mín í kví kvi. Leggið áherslu á c-ið ef hægt er.

Tilbrigði

Útsetninguna má leika í heild sinni eða einungis annað lagið. 

 

Útsetningin hefst á 4 takta lúppu sem má endurtaka að vild og nota sem undirspil við upplestur, leikatriði, óhefðbundna inngöngu á svið osfrv. Ef einungis Móðir mín í kví, kví er leikið má nota þessa lúppu sem eftirspil og láta hana deyja út, annað hvort diminuendo eða með því að tína út eitt og eitt hljóðfæri eða eina og eina rödd. 

 

Í Móðir mín í kví kví skrifa ég tremolo í tvíundum í fylgirödd 3. Hægt er að leika röddina unisono á fiðlu en önnur hljóðfæri þurfa að leika hana divisi. Ef aðeins einn nemandi leikur þessa rödd má velja aðra nótuna og flakka þá gjarnan á milli hljómnótna og tvíundar.

Þessa útsetningu má fjölfalda til eigin nota en ekki í ágóðaskyni.Útsetningunni má breyta og aðlaga nemendahópum ef höfundar er getið. 

This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License

Gögn fyrir kennara

Æfingar og upphitun

Mörgum nemendum finnst mjög gaman að gera tilraunir með hljóð og effekta og kynnast þannig möguleikunum sem hljóðfærin bjóða upp á. Í þessari útsetningu kynnast nemendur fjölbreyttri tækni og hugtökum sem hægt er að æfa hvort heldur sem er á lausum streng. tónstiga eða með kunnulegu stefi. Hægt er að nota hljóðin í spuna, búa til kvikmyndatónlist, hljóðmynd við viðburð eða taka upp til að nota í raftónlist.

 

1. Pizzicato og Bartók pizz.

 

a) Prófum að spila pizzicato á lausum streng, tónstiga eða stutt stef sem við kunnum utanað (t.d. Gulur, rauður).

b) Prófum að spila sama stef með Bartók pizz. 

- Krækjum vísifingri undir strenginn og látum hann smella í fingrabrettið þegar við sleppum EÐA 

- Tökum í strenginn með þumalfingri og vísifingri og látum hann smella til baka. 

c) Hver er munurinn á hljóðunum? Getum við spilað Bartók pizz. jafn hratt og venjulegt pizzicato?

 

2. Sul ponticello og ordinario

 

a) Spilum á lausum streng.

b) Prófum að spila tremolo á lausum streng eða hljómi að eigin vali

c) Prófum að blanda saman tremolo og sul ponticello. Hvernig kemur það út?

4. Flaututónar 

 

a) Finnum náttúrulega flaututóna á miðjum lausum streng (2. partial)

b) Leggjum 3. fingur laust á streng að eigin vali (neðri strengir svara yfirleitt betur) og rennum höndinni upp strenginn á meðan við spilum á hann með boganum. Finnum við marga flaututóna á leiðinni? Hvar eru þeir?

c) Fyrir lengra komna nemendur: 

Finnum flaututóninn sem liggur á ferund frá lausum streng (3. partial)

Finnum flaututóninn sem liggur á fimmund frá lausum streng (4. partial)

Ljósið 2c Útburðir 4 c 2.png

Finnum þessa tóna á öllum strengjum. 

 

5. Glissando 

 

a) Notum þann fingur sem okkur finnst þægilegastur, losum þumalinn og höndina. Leggjum fingur með venjulegum þunga á streng að eigin vali og rennum höndinni upp og niður strenginn á meðan við spilum á hann með boganum. Getum við hermt eftir sírenum? Getum við hermt eftir einhverju fleiru?

b)Prófum að renna okkur upp í flaututón á miðjum streng og stoppa þar.

 

6. Col legno battuto og col legno tratto

 

a) Í þessari útsetningu er beðið um col legno battuto; boganum er snúið við og strengirnir slegnir með bogastönginni. Prófum að spila tónstiga eða kunnuglegt stef á þennan hátt.

b) Col legno tratto; strjúkum strenginn með bogastönginni. Spilum sama stef á þennan hátt og berum saman. 

Partar fyrir einstakar raddir
Fiðla

Fiðla laglína

Laglína fyrir fiðlu

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2"

"Fiðla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"bindibogar","marcato"

Fiðla fylgirödd 1

Fylgirödd fyrir byrjendur

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"1"

"Fiðla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"pizzicato"

Fiðla fylgirödd 2

Fylgirödd fyrir nemendur sem eru komnir nokkur áleiðis í námi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2+"

"Fiðla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"col legno batt."

Fiðla fylgirödd 3

Fylgirödd fyrir nemendur sem komnir eru fast að grunnstigi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Fiðla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","stillingaskipti","tremolo","sul pont.","glissando"

Fiðla spunarödd

Spunarödd með tónefni

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Fiðla"

00:00 / 00:06

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","Bartók pizz.","tremolo"

Víóla laglína

Laglína fyrir víólu

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2"

"Víóla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"bindibogar","marcato"

Víóla fylgirödd 1

Fylgirödd fyrir byrjendur

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"1"

"Víóla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"pizzicato"

Víóla fylgirödd 2

Fylgirödd fyrir nemendur sem eru komnir nokkur áleiðis í námi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2+"

"Víóla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"col legno batt."

Víóla fylgirödd 3

Fylgirödd fyrir nemendur sem komnir eru fast að grunnstigi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Víóla"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","stillingaskipti","tremolo","sul pont.","glissando"

Víóla spunarödd

Spunarödd með tónefni

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Víóla"

00:00 / 00:06

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","Bartók pizz.","tremolo"

Selló laglína

Laglína fyrir selló

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2"

"Selló"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"bindibogar","marcato"

Selló fylgirödd 1

Fylgirödd fyrir byrjendur

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"1"

"Selló"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"pizzicato"

Selló fylgirödd 2

Fylgirödd fyrir nemendur sem eru komnir nokkur áleiðis í námi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2+"

"Selló"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"col legno batt."

Selló fylgirödd 3

Fylgirödd fyrir nemendur sem komnir eru fast að grunnstigi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Selló"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","stillingaskipti","tremolo","sul pont.","glissando"

Selló spunarödd

Spunarödd með tónefni

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Selló"

00:00 / 00:06

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","tremolo","Bartók pizz."

Kontrabassi laglína

Laglína fyrir kontrabassa

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2"

"Kontrabassi"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"bindibogar","marcato"

Kontrabassi fylgirödd 1

Fylgirödd fyrir byrjendur

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"1"

"Kontrabassi"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"pizzicato"

Kontrabassi fylgirödd 2

Fylgirödd fyrir nemendur sem eru komnir nokkur áleiðis í námi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"2+"

"Kontrabassi"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"col legno batt."

Kontrabassi fylgirödd 3

Fylgirödd fyrir nemendur sem komnir eru fast að grunnstigi

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Kontrabassi"

00:00 / 01:32

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","stillingaskipti","tremolo","sul pont.","glissando"

Kontrabassi spunarödd

Spunarödd með tónefni

Erfiðleikagráða:

Hljóðfæri:

Tóntegund

Takttegund:

Hraðayfirskrift:

Tækni:

"3"

"Kontrabassi"

00:00 / 00:06

"D dúr","d moll"

"4/4","2/4"

"Ad. lib."

"flaututónar","Bartók pizz.","tremolo"

Víóla
Selló
Kontrabassi
bottom of page