Skjótt hefur sól brugðið sumri
Um lagið
Skjótt hefur sól brugðið sumri er fengið úr bók Bjarna Þorsteinssonar, Íslenzk þjóðlög. Bjarni lærði lagið af Páli Ólafssyni á Akri árið 1897.
Textinn er erfiljóð Jónasar Hallgrímssonar eftir vin sinn Bjarna Thorarensen skáld og sýslumann. Ljóðið lýsir tilfinningum ljóðmælandans við andlát vinar hans. Lagið gefur ljóðinu ljúfsáran blæ.
Efnisyfirlit:
Æfingar og upphitun
1. Tónmyndun
Hægt niðurstrok – hratt uppstrok.
a) Virkt uppstrok, komumst alla leið til baka á uppstrokinu. Leikið á lausum streng:
og nú sama strok í G dúr:
osfr.
osfr.
b) Snúum strokinu við: hægt uppstrok, hratt niðurstrok.
osfrv.
osfrv.
c) Veljið eina æfingu eða kunnuglegt lag og spilið bæði ordinario og sul tasto. Hlustið á muninn.
2. Detaché og staccato
Spilum á lausum streng:
Hlustum eftir muninum, finnum hvernig við beitum boganum á mismunandi hátt.
3. Bindibogar
Spilum eina áttund í D eða G dúr
a) Spilum með stoppum. Deilum boganum jafnt niður á nóturnar, hvílum bogann á strengnum.
osfrv.
b) Skiptum um fingur en strjúkum í sömu átt
osfrv.
c) Strjúkum gegnum skiptin án þess að stoppa bogann, deilum boganum jafnt milli nótna og verum skýr í vinstri. Hlustum eftir tóngæðum.
osfrv.
Um útsetninguna
Þetta tregafulla lag kallaði á safaríka, hljómmikla útsetningu og því legg ég áherslu á detaché strok, bindiboga og styrkleikabreytingar. Fylgiraddir kynnast því að spila sul tasto og fylgirödd 3 má gjarnan nota dempara (sordino).
Fylgirödd 1 er skrifuð í fimmundum með hægt niðurstrok og hratt uppstrok. Sjálfsagt er að spila hana divisi með þeim nemendum sem þurfa á einföldun að halda.
Bjarni Þorsteinsson skrifaði þetta lag upp með fjórðaparts- og hálfnótum. Einnig setur hann fermötur á tveimur stöðum. Ég tek mér skáldaleyfi og skrifa lagið út í áttundapörtum svo hægt sé að slá það í 4/4. Einnig skrifa ég fermöturnar út eins og mér finnst þjóna laginu best.
Tilbrigði
Þessari útsetningu má skeyta við aðrar útsetningar í G dúr, t.d. Krummi krunkar úti eða Kindur jarma í kofunum og búa til litla svítu.
Þessa útsetningu má fjölfalda til eigin nota en ekki í ágóðaskyni.Útsetningunni má breyta og aðlaga nemendahópum ef höfundar er getið.
This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License