top of page

Það á að gefa börnum brauð

LL_logo_white_screen.png
Það á að gefa börnum brauð

UM LAGIÐ

Það á að gefa börnum brauð er gömul þjóðvísa. Í vísunni eru talin upp þau gæði sem höfundi vísunnar finnst að börn ættu að njóta á jólunum: brauð, kertaljós, falleg föt og feitt kjöt.  Í lok vísunnar er minnst á Grýlu en hún er víðs fjarri þessari jólaveislu enda steindauð eftir að hafa gefist upp á því að flakka um og leita að óþægum börnum í pottinn sinn.

Á vef Árnastofnunar er kvæðið sungið við ýmis lög, mörg hver mjög hressileg. Ég set kvæðið  hér við alkunna þjóðvísu sem mikið er sungin í skólum og leikskólum.


UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin er kántrískotin og mjög rytmísk. Gott er að æfa rytmamynstrin í fylgiröddum 1 og 3 eftir eyra á lausum G streng og syngja lagið með áður en allar raddir eru settar saman.  Fylgirödd 3 fær að spreyta sig á forslögum og fjölbreyttum bogastrokum.

Synkópurnar í fylgirödd 1 og 2 má spila fram og til baka eða niður-upp-upp, allt eftir getu og færni spilaranna.


TILBRIGÐI

Hægt er að flytja lagið tvisvar í heild sinni, í fyrra skiptið án fylgiraddar 3 og í seinna skiptið tutti. Ef lagið er flutt með söngvurum má flytja það þrisvar, með söng – án söngs – með söng og sleppa eða setja inn fylgirödd 3 eftir smekk. Einnig má hækka fylgirödd 2 og 3 um áttund hjá fiðlum. Bogastrok eru tillögur.


Hlekkir

Raddskrá-dæmi

Einföld raddskrá -mp3

LL_logo_white_screen.png
bottom of page