top of page

Hátíð fer að höndum ein

LL_logo_white_screen.png
Hátíð fer að höndum ein

UM LAGIÐ

Hátíð fer að höndum ein lýsir eftirvæntingunni í aðdraganda jóla þegar fólk tendrar ljós og

bíður eftir því að hátíðin gangi í garð. Í bók sinni Íslensk þjóðlög

(https://www.ismus.is/erindi/2548) segist Bjarni Þorsteinsson hafa lært lagið í Ólafsfirði og

sé það „talsvert fornlegt“.

Kvæðið var fyrst prentað árið 1891 í fyrsta tölublaði Kirkjublaðsins

(https://timarit.is/page/2210905?iabr=on#page/n5/mode/2up/search/%22hát%C3%ADð%2

0fer%20að%20höndum%20ein%22 )en eldri ritaðar heimildir eru ekki til um lagið.

Hér heyrum við Önnu Þórhallsdóttur syngja lagið og leika undir á langspil

(https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1031848)


UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin byggir á einföldum hljómagangi. Lagið er spilað tvisvar, í fyrra skiptið við

þjóðvísuna en það seinna við síðasta erindi kvæðis Jóhannesar úr Kötlum

(https://kirkjan.is/kirkjan/salmar/salmur/?itemid=305e3d7c-3393-11ea-9111-

005056bcebcd) Fylgirödd 1 þarf að ráða við einfaldar fingrasetningar. Bindibogar (legato)

eru áberandi í útsetningunni en strokin má einfalda ef þörf er á. Langt komnir

kontrabassaleikarar geta reynt sig við selló fylgirödd 3 (hljómar 8und neðar) og eins geta

hljóðfæraleikarar sem ekki treysta sér í áttundupartana í seinni hluta fylgiraddar 3 leikið fyrri

hlutann aftur.


TILBRIGÐI

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er oft sungið í framhaldi af þjóðkvæðinu. Hægt er að flytja fleiri

erindi eða allt kvæðið með söng með því að endurtaka fyrsta hluta eftir þörfum og spila

síðari hluta með síðasta erindinu. Einnig er hægt að taka út raddir og setja aftur inn og

breyta þannig áferð tónlistarinnar.

LL_logo_white_screen.png
bottom of page