Above the Clouds
anna_antjetaiga_2021_16_s.jpg

Einkatímar í hljóðfæraleik og aukagreinum

​Ég býð upp á einkatíma á fiðlu og víólu og leiðbeini samspilshópum. Ég tek að mér nemendur á öllum aldri og allir eru velkomnir hvort sem um er að ræða byrjendur, lengra komna eða fólk sem langar að taka upp hljóðfærið að nýju eftir hlé.

 

Ég laga námið að forsendum og áhugasviði hvers nemanda. Sérþarfir og/eða greiningar eru engin fyrirstaða.

Ég býð einnig upp á einkatíma í tónfræði og tónheyrn og miða að því að tengja fræðin því hljóðfæri sem nemandinn leikur á. 

Kennslugjöld taka mið af taxta FÍH. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar!