Above the Clouds

Einkakennsla

​Ég kenni einkatíma á fiðlu og víólu, bæði börnum og fullorðnum, hvort sem um ræðir byrjendur, lengra komna eða fólk sem langar að taka upp hljóðfærið að nýju eftir hlé.

 

Ég laga námið að forsendum og áhugasviði hvers nemanda. Sérþarfir og/eða greiningar eru engin fyrirstaða.

Einkatímar í tónheyrn og tónfræði eru einnig í boði og kappkosta ég að tengja fræðin hljóðfæraleiknum. 

Kennslugjöld taka mið af taxta FÍH.