top of page

Tónleikar og viðburðir 2023

28. janúar - Luzrezia Orsina Vizzana: Componimenti Musicali

Tónleikaárið 2023 hófst með flutningi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk og einsöngvara á mótettusafninu Componimenti Musicali eftir Lucreziu Orsinu Vizzana.Tónleikarnir, sem haldnir voru í samstarfi við Tónleikasyrpuna 15:15 í Breiðholtskirkju, voru haldnir í tilefni 400 ára ártíðar útgáfu safnsins og voru frumflutningur verkanna á Íslandi. Tónleikarnir voru styrktir af Tónlistarsjóði.


18. apríl - Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Tónskóli Sigursveins heldur árlega stórtónleika á Barnamenningarhátíð í Eldborgarsal Hörpu í samstarfi við rúmlega 30 leikskóla í Reykjavík. Um 700 börn taka þátt í verkefninu, sem í ár er helgað lagasmíðum Ragnhildar Gísladóttur tónskálds, tónmenntakennara og tónlistarkonu.


21. maí - Barokkbandið Brák í Hallgrímskirkju

Barokkbandið Brák flytur Krýningarmessu Mozarts ásamt fleiri verkum í samstarfi við Kór Hallgrímskirkju.


12.-15. júlí - Duo Borealis: Hljóðheimur víólunnar

Víóludúóið Duo Borealis skipað Önnu Hugadóttur og Annegret Mayer-Lindenberg fer í tónleikaferð um Vesturland og til Þýskalands í tilefni 20 ára starfsafmælis. Leikið verður á óhefðbundnum tónleikastöðum og mismunandi hljómburður staðanna nýttur til hins ítrasta. Nánari upplýsingar væntanlegar! Tónleikaferðin er styrkt af Tónlistarsjóði og Menningarsjóði FÍH.


Aðrir viðburðir á árinu


- The Boys are singing, samstarf Drengjakórs Reykjavíkur og Sofia Boys Choir

Drengjakór Sofiuborgar, Sofia Boys Choir, sækir Drengjakór Reykjavíkur heim í byrjun júní. Heimsóknin er liður í stærra verkefni sem er Drengjakórahátíðin The Boys are singing. Haldnir verða þrennir tónleikar í Reykjavík, á Suðurlandi og Suðurnesjum. Íslandshluti hátíðarinnar er styrktur af EEA Grants og Tónlistarsjóði. Fylgist með á www.drengjakor.is

- Forntónlistarhátíðin Kona 2023: Barokk í Breiðholtinu

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir forntónlistarhátíðinni Kona í þriðja sinn, nú í samstarfi við menningar- og menntastofnanir í Efra Breiðholti. Á dagskrá hátíðarinnar verða fjölskyldutónleikar með þátttöku barna og ungmenna, fyrirlestur og kvöldtónleikar þar sem flutt verður mótettusafnið Componimenti Musicali eftir Lucreziu Orisinu Vizzana. Hátíðin er styrkt af Tónlistarsjóði. Fylgist með á www.facebook.com/reykjavikbarokk


- Unison Strings Festival, Ilulissat

Ég verð einn kennara og tónlistarflytjenda á strengjahátíðinni Unison Strings sem stefnt er að halda í Ilulissat á Grænlandi í október næstkomandi. Hátíðin stefnir saman nemendum og kennurum frá Grænlandi, Danmörku, Íslandi og Færeyjum í stórbrotnu umhverfi. Fylgist með á www.unisonstrings.dk.













46 views0 comments

Recent Posts

See All

Á döfinni 2024

Gleðilegt ár og takk fyrir samfylgdina á því liðna! Árið 2023 var annasamt og fjölbreytt. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk frumflutti Componimenti Musicali eftir Lucretiu Vizzana í Breiðholtskirkju í ja

bottom of page