top of page
anna_antjetaiga_2021_19.jpg
Grýlukvæði

UM LÖGIN

Kvæðið er eftir sr. Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619–1688). Í kvæðinu er Grýlu lýst á nákvæman hátt og eru lýsingarnar vægast sagt hryllilegar. 

Margar stemmur og ólíkar eru sungnar við Grýlukvæði. Mörg þeirra má heyra í hljóðritum Árnastofnunar sem eru aðgengileg á vefnum www.ismus.is. Lögin í þessari útsetningu hef ég eftir eyra, fyrstu tvær lærði ég sem krakki og þá síðustu skrifaði ég upp af vef Árnastofnunar en hana syngur Geirlaug Filippusdóttir. Fyrstu stemmuna er einnig að finna í Íslenskum þjóðlögum Bjarna Þorsteinssonar.

 

UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin er í rondoformi og byggð á fimmundinni g-d. A kaflinn er spilaður arco en B og C kaflarnir pizzicato.  Athugið að legan er krefjandi fyrir kontrabassa og því er laglínan á talsverðu flakki milli áttunda í kontrabassaröddinni.

Fylgirödd 1 er skrifuð í fimmund, niður-upp-upp en að sjálfsögðu má aðlaga hana færni og getu nemendanna, spila tónbilið divisi og strjúka fram og tilbaka. Tónefni fylgiraddar 3 er ekki krefjandi en þar fá nemendur að takast á við fjölbreytta tækni, þar á meðal sul ponticello, tremolo, Bartók pizz. skrap og flaututóna. Hljómfegurð er aukaatriði í þessari útsetningu!

 

TILBRIGÐI

Hægt er að flytja fleiri erindi úr kvæðinu með útsetningunni. Ein eða fleiri stemmur eru þá valdar og endurteknar eftir þörfum. Hinar stemmurnar má setja inn á milli til tilbreytingar eða nota sem millispil, for- eða eftirspil, allt eftir smekk. 

 

HLEKKIR

Raddskrá-dæmi                           Einföld raddskrá – mp3

Grýlukvæði

1.500krPrice
  • Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

LL_logo_white_screen.png
bottom of page