top of page
anna_antjetaiga_2021_19.jpg
Kátt er um jólin - Gilsbakkaþula

UM LÖGIN

Kátt er um jólin er útsetning við stemmur sem sungin hafa verið við Gilsbakkaþulu. Gilsbakkaþulu orti séra Kolbeinn Þorsteinsson (1731-1783) síðar kenndur við Miðdal, til Guðrúnar dóttur sinnar sem þá var barn að aldri. Kvæðið er þula og lýsir viðtökunum þegar Guðrún kemur í jólaboð á Gilsbakka til móður afa síns og ömmu. Þar er glatt á hjalla, gestrisni í fyrirrúmi og Guðrúnu litlu fagnað vel. Kvæðið er að finna í fjölda handrita í ýmsum útgáfum en Pálmi Pálmason gaf það fyrstur út í heild sinni í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra árið 1895. 

Á vef Árnastofnunar og í Íslenskum þjóðlögum Bjarna Þorsteinssonar er fjöldi stemma sem sungnar eru við Gilsbakkaþulu. Fyrsta lagið sem ég nota í þessa útsetningu skrifaði ég upp eftir minni en hin tvö skrifaði ég upp eftir upptöku á vef Árnastofnunar, Ástríður Thorarensen kveður.

 

UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin er syrpa þriggja stemma sem sungin hafa verið við Gilsbakkaþulu. Fyrsta stemman er endurtekin í lokin, fimmund ofar. Fylgirödd 1 er byggð á einföldum fingrasetningum á A og D streng sem leikin eru við tvö rytmamynstur úr Suzuki tilbrigðunum. Fylgirödd 2 fær nýtt rytmamynstur að kljást við í hverri stemmu og fylgirödd 3, sem er eins konar „útskrifuð spunarödd“ fléttast í kringum laglínuna og hljómaganginn. Fylgirödd 3 er einfölduð fyrir kontrabassa svo hún falli að námskrárkröfum fyrir grunnstig en ekkert er því til fyrirstöðu að langt komnir kontrabassaleikarar leiki sellóröddina (hljómar 8und neðar) eða að sellóleikarar spili kontrabassaröddina. Athugið að skýrast er að hafa einungis eina útgáfu af fylgirödd 3 í gangi í einu. 

Tónsviðið í útsetningunni er stórt og hún er krefjandi fyrir söngvara. Sjá „tilbrigði“ fyrir mismunandi útfærslur á flutningi.

 

TILBRIGÐI

Hægt er að velja eina eða tvær stemmur og flytja sér eða gera rondo úr útsetningunni. Endurtaka má eina eða fleiri stemmur eftir þörfum og flytja fleiri erindi með söng ef óskað er. Þá er t.d. hægt að velja eina stemmu til að flytja allt kvæðið og skjóta hinum inn á milli sem millispili eða eftirspili. Fylgirödd 3 má vel skipta út fyrir eigin spuna kringum laglínuna!

 

HLEKKIR

Raddskrá-dæmi                          Einföld raddskrá – mp3

Kátt er um jólin - Gilsbakkaþula

1.500krPrice
  • Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

LL_logo_white_screen.png
bottom of page