top of page

Á döfinni 2024

Gleðilegt ár og takk fyrir samfylgdina á því liðna!


Árið 2023 var annasamt og fjölbreytt. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk frumflutti Componimenti Musicali eftir Lucretiu Vizzana í Breiðholtskirkju í janúar, stórtónleikar Tónskóla Sigursveins og 33 reykvískra leikskóla áttu sér stað í apríl og alþjóðlega drengjakórahátíðin The Boys are Singing í júní. Ég lék á barokktónleikum á Sönghátíð í Hafnarborg í byrjun júlí og síðar í mánuðinum héldum við Annegret Mayer-Lindenberg sem Duo Borealis í tónleikaferð um Ísland og Þýskaland þar sem leikið var á tvær víólur og hús. Forntónlistarhátíðin Kona var haldin í september og október þar sem kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stóð m.a. fyrir Krakkabarokki í Breiðholti, Unison String Festival var haldin í Uummannaq á Grænlandi og loks tók ég þátt í aðventubarokki í Hallgrímskirkju í desember með barokkbandinu Brák, kór Hallgrímskirkju, Láru Bryndísi Eggertsdóttur og Georg Kallweit.


Árið 2024 mun ég að mestu helga kennslu og miðlun en á döfinni eru meðal annars:

-60 ára afmæli Tónskóla Sigursveins 14. apríl í Eldborgarsal Hörpu þar sem ég fæ heiðurinn af að fylgja forskólanemendum og strengjadeild skólans á svið í ýmsum myndum.

-Stórtónleikar Tónskóla Sigursveins og 37 reykvískra leikskóla á Barnamenningarhátíð 23. apríl þar sem ég fæ að halda um tónsprotann.

-Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk er auk þess með í undirbúningi tónleika helgaða tónlist eftir Isabellu Leonarda og Krakkabarokk í Hafnarfirði sem munu vonandi eiga sér stað á árinu.


Fleiri verkefni eru í pípunum og verða kynnt á facebooksíðu minni https://www.facebook.com/annahugamusik


Ég hlakka til að einbeita mér meira að kennslu í ár og upplifa litla og stóra sigra með nemendum mínum. Tónlist fyrir öll!22 views0 comments

Recent Posts

See All

Tónleikar og viðburðir 2023

28. janúar - Luzrezia Orsina Vizzana: Componimenti Musicali Tónleikaárið 2023 hófst með flutningi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk og einsöngvara á mótettusafninu Componimenti Musicali eftir Lucreziu Ors

Commentaires


bottom of page