top of page
Search

Á döfinni 2024

Gleðilegt ár og takk fyrir samfylgdina á því liðna!


Árið 2023 var annasamt og fjölbreytt. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk frumflutti Componimenti Musicali eftir Lucretiu Vizzana í Breiðholtskirkju í janúar, stórtónleikar Tónskóla Sigursveins og 33 reykvískra leikskóla áttu sér stað í apríl og alþjóðlega drengjakórahátíðin The Boys are Singing í júní. Ég lék á barokktónleikum á Sönghátíð í Hafnarborg í byrjun júlí og síðar í mánuðinum héldum við Annegret Mayer-Lindenberg sem Duo Borealis í tónleikaferð um Ísland og Þýskaland þar sem leikið var á tvær víólur og hús. Forntónlistarhátíðin Kona var haldin í september og október þar sem kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stóð m.a. fyrir Krakkabarokki í Breiðholti, Unison String Festival var haldin í Uummannaq á Grænlandi og loks tók ég þátt í aðventubarokki í Hallgrímskirkju í desember með barokkbandinu Brák, kór Hallgrímskirkju, Láru Bryndísi Eggertsdóttur og Georg Kallweit.


Árið 2024 mun ég að mestu helga kennslu og miðlun en á döfinni eru meðal annars:

-60 ára afmæli Tónskóla Sigursveins 14. apríl í Eldborgarsal Hörpu þar sem ég fæ heiðurinn af að fylgja forskólanemendum og strengjadeild skólans á svið í ýmsum myndum.

-Stórtónleikar Tónskóla Sigursveins og 37 reykvískra leikskóla á Barnamenningarhátíð 23. apríl þar sem ég fæ að halda um tónsprotann.

-Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk er auk þess með í undirbúningi tónleika helgaða tónlist eftir Isabellu Leonarda og Krakkabarokk í Hafnarfirði sem munu vonandi eiga sér stað á árinu.


Fleiri verkefni eru í pípunum og verða kynnt á facebooksíðu minni https://www.facebook.com/annahugamusik


Ég hlakka til að einbeita mér meira að kennslu í ár og upplifa litla og stóra sigra með nemendum mínum. Tónlist fyrir öll!







 
 
 

Recent Posts

See All
Viðburðir og verkefni 2025

Árið 2025 kem ég víða við, sem kennari, hljóðfæraleikari og verkefnastjóri. Ég starfa sem fyrr við Tónskóla Sigursveins sem fiðlu-,...

 
 
 
Tónleikar og viðburðir 2023

28. janúar - Luzrezia Orsina Vizzana: Componimenti Musicali Tónleikaárið 2023 hófst með flutningi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk og...

 
 
 

Comments


ANNA

HUGA

Anna Hugadóttir
Bergþórugötu 25,
101 Reykjavík
Íslandi / Iceland
Tel: 00354 6943592

ARFURINN 2 Starfsmenntunarsjóður FÍH styrkti verkefnið og er verkefnið einnig unnið að hluta til fyrir starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Logo - FÍH.png
LL_logo_white_screen.png

GREIÐSLUR

Annahuga.is býður upp á greiðslu með millifærslu. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum þegar gengið er frá kaupum

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari og Páll Hannesson kontrabassaleikari fyrir yfirlestur og góð ráð við gerð útsetninganna og

Tómas Eric hjá Onit - Multimedia fyrir uppsetningu efnisins og gerð nýrrar vefsíðu. 

© 2021 - 2024  |    Allur réttur áskilinn

bottom of page